top of page
Artist_Highligjht_insta.jpg

Andreas Tegnander er myndlistar- og tónlistarmaður sem býr í Amsterdam. Hann hefur lagt stund á nám í hljóðtækni og DSP hugbúnaði síðan árið 2014. Andreas leitast við að tengja bakgrunn sinn sem hljóðfæraleikari við þá endalausu möguleika sem fylgja stafrænni hljóðvinnslu og umbreytingu. Þetta er verkefni sem byggir á samblöndun hins síforvitna og framúrstefnulega við hinar oftast stöðluðu væntingar okkar um tónlist. Síðan 2018 hefur hann notað vettvang óhlutbundinna hljóðforrita og tónlistartækni sem innblástur, sem síðan hefur fætt af sér margvíslegt samstarf og rannsóknir með og fyrir Stichting ‘STEIM’ og ‘The Warp and the Weft’ í Amsterdam. Síðan 2020 heldur tæknin enn sínum miðpunkti en nú sem verkfæri til þess að skoða og leika með hljóðheim okkar.

Öll rými hafa sína eigin skynrænu eiginleika sem mótast af formum þess og væntingum okkar. Áttu bara leið í hjá eða ætlarðu þér að staldra við? Er hugur þinn reikandi eða komstu hingað til að upplifa? Óháð stærð og lögun þá virka hljóðrænir þættir og hlutir í umhverfi okkar sem skynrænar síur. Í upplifunarferlinu fer allt hljóð í gegnum rými sem á einhvern hátt hefur áhrif á það eða jafnvel breytir því. 

Music from Architecture er sería í ferli sem samanstendur af hljóðverkum, innsetningum og stafrænum verkum sem öll beinast að því að skapa tónlist með formgerð mannvirkja og arkitektúrs. Núverandi útgáfa birtist sem innsetning og er könnunarleiðangur um rýmið og fjölmarga glugga þess. Gluggarnir hafa mikið yfirborð sem endurkastar hljóði og er þeim beitt sem hljóðnemum og hátölurum, talandi saman og við hvern annan, skapandi kerfi svörunar. Þetta leiðir til samtals í gegnum bygginguna - gluggar hennar verða eyru okkar og munnur.

 

Rýmið er orðið að hljóðfæri og hin hljóðræna sía þess verður miðpunktur fyrir athyglina. Hlutverkunum er víxlað og núna erum við sjálf orðin þau sem sía og umbreyta því sem byggingin er að segja.

To be in any room is a unique sensory experience, shaped by all its facets and our personal intentions. Are you just passing through, or are you there to stay? Is your mind drifting, or did you enter to observe? However big or small, the acoustic elements that surround us act as a sensory filter. In the process of conversing, all sonic information is passed through the space, and in some way altered by it.

Music from Architecture is an ongoing series of sound pieces, installations and digital media creations all focused on composing music from architectural structures. The current edition takes form as an installation, and is an exploration into the space and its many windows. The windows are big reflective surfaces and are modified into microphones and speakers, talking to, through and with each other, creating a feedback system.

 

This becomes a way to listen and talk through the building, using its windows as our ears and mouths.

The room is now a musical instrument, and the acoustic filter becomes the focus of our attention. The roles have finally switched, and we are now the ones that filter and change what the building is saying.

ezgif.com-video-to-gif (1).gif
SoundExciter-angle.jpg
SoundExciters.jpg

Amsterdam based musician and artist Andreas Tegnander has studied sound engineering and DSP software development since 2014. Andreas seeks to merge his background as an instrumentalist with the endless possibilities of digital sound manipulation. This is a quest for a hybrid between the ever curious avant garde, and our established musical expectations. Since 2018 the field of conceptual audio software and music technology has been a source of awe and inspiration, resulting in multiple collaborations and research for and with Stichting ‘STEIM’ and ‘The Warp and the Weft’ in Amsterdam. As of 2020 technology is still a central focus, but now as a way to observe and play our acoustic world

Andreas, Installation.jpg

A LINK TO THE ONLINE STREAM OF THE VIDEO/SOUND PIECE STREAMING FROM SPACE OF MILK 8/8/20, STARTING AT 42'17

https://youtu.be/0QBZNqrCnUA?t=2537

bottom of page