top of page

Helena Margrét Jónsdóttir nam myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík, Konunglega Listaháskólann í Haag í Hollandi og útskrifaðist með BA gráðu í myndlist úr LHÍ árið 2019. Málverk hennar fjalla um hversdagsleikann á tímum þráðleysis og stafræns myndmáls. 

Helena Margrét Jónsdóttir is a visual artist based in Reykjavík. She studied fine art at The Reykjavík School of Visual Arts, The Royal Academy of Art in Den Haag and graduated from The Iceland University of the Arts in 2019. Her work expresses the mundane, the wireless and the digital.

IMG_0848.HEIC

We could flip a coin. Just don’t make me decide. If I don’t decide then it can’t be my fault. It was the universe, destiny, it was meant to be this way. We could play Eeny, meeny, miney, moe. Or Rock, paper, scissors. Except the problem with Rock, paper, scissors is obvious. No laws of nature determine that paper should beat rock. And if we get into it, rock shouldn’t necessarily be able to beat scissors, if the rock is the size of a fist like is suggested. Scissors may not be able to beat rock by cutting it in half but if you value them based on their ability to cause harm then the scissors clearly have the upper hand. Scissors are also the best tool out of the three when it comes to problem solving. Paper could maybe solve most if it was in cash form, but that is not a part of the game. Rocks are rarely helpful unless the problem is a window you need to get through or an empty engagement ring. No, the best solution is to cut the problem away. Anything uncomfortable or unnecessary is then cut, snipped, dealt with, solved.

117235171_719075991977589_72471725962653
Artist_Highligjht_insta5.jpg

Við gætum kastað upp á það. Bara ekki láta mig ákveða. Ef ég ákveð ekki þá getur það ekki verið mér að kenna. Þetta var alheimurinn, örlögin, þetta átti að gerast svona. 

Við gætum farið í Úllen, dollen, doff. Kannski Ugla sat á kvisti. Eða Skæri, blað, steinn. Eina vandamálið við Skæri, blað, steinn er reyndar augljóst. Engin lögmál sammælast um að blað geti unnið stein. Og ef út í það er farið ætti steinn ekkert endilega að vinna skæri, ef steinninn er á stærð við krepptan hnefa eins og gefið er til kynna. Skærin geta á sama hátt kannski ekki unnið hann með að klippa hann í sundur en ef þau eru metin út frá hversu skaðleg þau eru þá hafa skærin augljóslega yfirhöndina. Skæri eru líka besta tólið ef við erum að tala um að leysa vandamál. Pappír gæti reyndar leyst flest ef hann væri í seðlaformi, en það hefur ekki verið tekið fram. Steinar gera lítið gagn nema vandamálið sé rúða sem þarf að komast inn um eða tómur trúlofunarhringur. Nei, best er að klippa öll óþægindi í burtu í staðin fyrir að vesenast við að leysa úr þeim. Klippt, skorið, afgreitt, leyst. 

IMG_0872.HEIC
bottom of page