top of page

Lukas Bury (f. 1991, Bonn, Þýskalandi), starfar við myndlist í Reykjavík. Hann er af pólsk-þýskum uppruna og liggur áhugi hans í sögulegum skilningi og valdi frásagnar í myndmáli. Það gerir hann í gegnum málverkið í samhengi við skrif - bæði, sem ytri efnisgerð samtals en einnig innbyggt í yfirborð málverkanna, greinir hann félagslegt samhengi og sögulega frásögn beggja landa og etur þeim saman. Lukas lagði stund á MA nám við Listaháskóla Íslands, Hochschule für Bildende Künste í Braunschweig og Accademia di Belle Arti di Brera í Milano.

Lukas Bury (b. 1991 in Bonn, Germany), based in Reykjavik is a visual artist with a Polish and German background, interested in historical understanding and the narrative power of images. 

Through the making of paintings, accompanied by writing – both, external as a generator of discourse, but also embedded into the surface of the paintings, he analyzes the cultural context and historical narratives of both countries and aims to contest them. Lukas studied in the MA program at Iceland University of the Arts, the Hochschule für Bildende Künste in Braunschweig and the Accademia di Belle Arti di Brera in Milan.

Artist_Highligjht_insta3.jpg
LukasBury exhibition1,edit m.typiak.jpg
IMG_0842.HEIC

My country, so beautiful er trílógía sem sýnir sjálfstæðisgönguna í Póllandi í bæði nærmynd og stærra samhengi. Sú fyrsta hefur fyrirmynd  í tveimur málverkum - fyrst sem brot úr ofbeldiverki og síðan sem nærgöngult innlit í fögnuð föður og sonar í tilefni dagsins. Fjarlægt yfirlitið afhjúpar háleita fegurð í ofsa hins pólitíska viðburðar. Fjöldinn samanstendur af einstaklingum sem allir eru færir um að taka eigin ákvarðarnir og mynda sér skoðun. 

Þessi viðburður sem skipulagður er fyrir þjóðhátíðardaginn er dæmigerð táknsaga um uppgang hægri-öfgaafla í Evrópu. Fyrirbærið byrjaði sem þýðingarlaus samkoma hægri-öfgasinnaðra samtaka í kringum 2010, en er nú orðið valdamikil stjórnmálahreyfing sem ruddi leið forsprakkanna inn í stjórnsýsluna. Síðan þá hefur stjórnmálaumræða í Póllandi færst mjög til hægri án þess að andstæðingar þess hafi getað að gert. Það sem veldur ótta er hin mannlega hlið alt-hægri hreyfinga. Fylgjendur þeirra koma ekki utan úr geimnum, heldur eru þeir manneskjur af holdi og blóði. Þeir gætu verið vinir okkar, fjölskylda eða lítt áberandi þáttakendur í nærsamfélaginu. Í grunninn eru þetta ekki illar manneskjur; þetta snýst um mistök í samsetningu skilnings og trúar og er ekki uppfundið af þeim, því fer verr. Þessir frasar og skoðanir eiga uppruna sinn hjá spunameisturum af ýmsu tagi, svo nokkrir útvaldir fái að njóta höfuðstólsins á meðan hundunum er sigað á minnihlutahópana sem eiga undir högg að sækja hvort eð er í pólsku samfélagi.

My country, so beautiful, is a triptych depicting the micro and macro perspective of the Independence March in Poland. The first is a motif of two paintings – once as an excerpt from an act of violence, another time as an intimate insight of father and son celebrating the day together, whereas the distanced overview reveals the sublimity of a vehement political event. The mass is comprised of individuals, and everyone is making one’s own decisions and is able to rethink.

This occurrence, organized during the National Independence Day, is an exemplary allegory of the uprising of nationalism in Europe. Something that started as a non-significant gathering of far-right organizations around 2010 became an influential political movement, which opened its leaders to the entrance into daily politics.

Since then, the political discourse in Poland moved significantly to the right, and numerous attempts by oppositional parties ended up futile. What terrifies is the human aspect of alt-right movements. Sympathizers of those groups are not aliens, but humans made out of flesh and bone. They can be our friends, part of our families and inconspicuous members of our society. In their core, they are not evil at all; it is principally a mistakenly constructed set of mind and

beliefs, which is regrettably not their invention. Those paroles and opinions have been formulated by spin doctors of all description, so a spare group can make political capital out of it while setting dogs on minorities, whose position in the Polish society is endangered anyhow.

IMG_0846.HEIC
IMG_0844.HEIC
bottom of page