• Plan-B Art Festival

Featured artists of 2018

Á hverju ári er listamönnum boðið að taka þátt í Plan-B Art Festival. Listamennirnir sem við kynnum til leiks í ár eru þau Fritz Hendrik IV og Anna Fríða Jónsdóttir // Every year we select artists to participate in Plan-B Art Festival. Our featured artists of 2018 are Fritz Hendrik IV and Anna Fríða Jónsdóttir.


Anna Fríða Jónsdóttir

Í list sinn ferðast Anna Fríða í gegnum hin ótal lög tilverunnar með áherslu á ákveðna rannsókn á bylgjulengdum. Við tengjum okkur inn og út úr tónum tilverunnar þar sem náttúrann verður að symphóníu hljómsveit og leðurblökur spegla viðhorf okkar, þögin berst við tónaflóð og vatn segir sögur að sálrænu ástandi.

Anna Fríða Jónsdóttir (1984) lærði myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk M.A. námi frá Art and Science við The University of Applied Arts í Vín. Hún hefur sýnt verk og gjörninga víðsvegar, tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi, í Bandarkjunum og í Evrópu. Meðal nýlegra sýningarverkefna má nefna einkasýningu í Listasafni Reykjavíkur (2018), gjörningin Quiescence í Scandinavihouse New York, opnunargjörning á sýningunni Ríki: Flóra, fána, fabúla í Listasafni Reykjavíkur (2016) ásamt stórum samsýningum á borð við The Silver Lining fyrir hönd Liechtenstein á Feneyjatvíæringnum árið 2015 ásamt The Grass is always greener on the other side í Kunstmuseum Liectenstein. Anna Fríða býr og starfar í Reykjavík.

//

Anna Fríða's art practice takes her through various different layers of existence with the focus on doing artistic research of frequencies in their various form. We tune in and out of the tones of existence where nature becomes a symphonic orchestra and bats reflect our disposition, silence fights cacophony of life and water tells stories of psychological states.

Anna Fríða Jónsdóttir (1984) graduated from Iceland Academy of Arts with a B.A. in visual art in the 2010 and finished her M.A. in Art and Science from The University of Applied Arts in Vienna in 2013. She has exhibited and had performances in various locations in Iceland, USA and Europe. Most recent projects include a private show at Reykjavík Art Museum (2018), the performance Quiescence at Scandinavia House New York (2018), opening performance of the show Kingdom: Flora, Fauna, Fable at Reykjavík Art Museum along with big group shows like The Silver Lining on behalf of Liechtenstein at the Venice Biennale in 2015 as well as The Grass is always greener on the other side at Kunstmuseum Liectenstein. Anna Fríða lives and works in Reykjavík.
Fritz Hendrik

Fritz Hendrik er íslenskur myndlistamaður sem að býr og starfar í Reykjavík. Hann fjallar í myndlist sinni m.a. um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á? Málverkið sem eftirmynd af veruleikanum er hugmynd sem hefur vitanlega fylgt málverkinu frá upphafi, en Fritz tekur hana í sína þjónustu og notar hana til að spyrja spurninga um eðli eftirmyndarinnar sem og eðli veruleikans. Það sem við sjáum og það sem við túlkum eða tökum með okkur úr skynjun okkar er aldrei það sama og því vaknar spurningin, hvað er það sem útskýrir muninn? Við nálgumst veruleikann sífellt meira í gegnum framsetningar á honum, myndrænar og stafrænar framsetningar eru sífellt nálægar, og það er áhugavert að velta því fyrir sér í hvaða sambandi þær standa við það sem þær eru framsetningar á.

//

Fritz Hendrik is an Icelandic artist currently living in Reykjavík. Fritz Hendrik is interested in the act of both the conscious and unconscious staging in life, art and culture. Fritz also tackles the relationship between tradition, perception and knowledge in his works. What do we know, how do we know it and what are we looking at? Painting as a reproduction of reality is an idea which has accompanied painting from the very beginning and Fritz exploits this idea to ask questions about the nature of reproduction and reality. What we see and what we interpret, or take from or experience through perception, is never the same and so the question of what lies behind this disconnect arises. We approach reality ever more frequently through its representations (visual and digital representations are always close at hand) and it is interesting to ponder what their relationship to reality is.Við minnum á að Open Call stendur yfir! Við óskum eftir tillögum á netfangið planbartfestival@gmail.com fyrir miðnætti þann 20. maí. Öllum umsóknum verður svarað eigi síðar en 31. maí. Við köllum eftir öllum gerðum af list, allt frá gjörningum til videoverka og öllu þar á milli. Listafólk sem er valið til þátttöku fá greidda þóknun fyrir sitt framlag. // We are now open for applications! We ask artists to submit work from all fields of fine art, from performances to video installations. Artists chosen to participate will receive financial support for their participation. Please send us your application on planbartfestival@gmail.com before midnight on the 20st of May. We will reply to all applicants before the 31st of May.