top of page

Sean Patrick O'Brien (Bandaríkin / Kanada) fæddist eftir tilurð tölvunnar en fyrir tilurð veraldarvefsins, á Hermosa Beach í Kaliforníu. Tveggja ára að aldri flutti hann með fjölskyldu sinni til Maine í Bandaríkjunum. Helsta markmið Sean sem listamanns er að skapa upplifun fyrir áhorfandann sem er bæði grípandi og hvetur til gagnvirkni. Ósk hans er að fólk snerti, leiki sér, upplifi barnæskuna, fari inn á við, kanni og rækti forvitni sína svo umfjöllunarefni verksins verði uppgötvun hverrar manneskju og um leið að búa til sameiginlega upplifun á þessum skrítna og fallega heimi sem við búum í. Sean býr í Reykjavík.

Sean Patrick O'Brien (USA/CAN) was born after the computer and before World-Wide Web in Hermosa Beach, California. At the age of two, he moved with his family to the coast of Maine, USA. O’Brien’s primary goal as an artist is to create an experience for the viewer that is engaging and encourages interaction. He wants people to touch, play, “feel like a kid,” go inside, explore and be curious so that the work becomes about each person's discovery as well as creating a shared experience of the strange and beautiful wonders of our universe. He is currently based in Reykjavík.

IMG_0838.HEIC
Artist_Highligjht_insta4.jpg

Listaverkið er skynjun byggð á appi, sem opinberar hinn dulda heim stafrænna hluta. Þessir hlutir eru gerðir sjáanlegir með viðbættum veruleika þar sem símamyndavélin ber kennsl á hluti í hinum raunverulega heimi og leggur ofan á þá stafræna filmu. Augmented Reality of Hyperobjects snýr á rönguna því sem er „raunverulegt“ með því að lífga við hluti sem tilheyra hinum stafræna heimi. Innan þessa stafræna heims geutm við séð fyrir okkur „ofurhluti“ (e. hyperobjects) sem alla jafna eru ekki sýnilegir. Ofurhlutir eru stórir, eða eins og heimspekingurinn Timothy Morton lýsir þeim: „hlutir sem eru svo útbreiddir í tíma og rými að þeir verða án staðsetningar“. Með því að nota app búa símarnir okkar til nýtt ofurrými (e. hyperspace) sem eru til hvar sem er, óháð tíma og rými. Í þessu nýja rými lifa stafræn tækni, samfélagsmiðlar og fýsískir hlutir í samvist og verka á hvern annan. Þessi blendingur stafrænna og alvöru rýma gerir okkur kleift að hugsa um hlutina með nýjum hætti. Hinn stafræni heimur er til og er raunverulegur, bara með öðrum hætti. Augmented Reality of Hyperobjects gefur okkur leið til þess að skoða heiminn eins og hann er, dularfullur og stútfullur af tækifærum. Eins og tónskáldið John Cage sagði: „Heimurinn er iðandi. Allt gæti gerst.“

This artwork is an app-based experience that reveals a hidden world of digital objects. These objects are made visible through augmented reality where the camera on a phone recognizes objects in the real world and superimposes digital objects on them. Augmented Reality of Hyperobjects inverts what is 'real' by making objects in the digital universe come to life. Within this digital universe, we can imagine visualizing large hyperobjects not normally visible. Hyperobjects are big, or as philosopher Timothy Morton puts it, they are “objects so massively distributed in time and space as to transcend localization." By using an app we enable our phones to create a new hyperspace that can exist anywhere regardless of time and space. In this new space digital technology, social media, and physical objects exist together and interact with each other. This mixed reality of the digital and real-world space enables a new way of thinking about how things exist. The digital world exists and is real, it just exists and is real in a different way. Augmented Reality of Hyperobjects provides a way of observing the world as it is, a mysterious reality bursting full of possibilities. As the composer John Cage said "The world is teeming. Anything could happen."

bottom of page